25 ár af kvikmyndum
Í tilefni af 25 ára afmælisári Kvikmyndaskóla Íslands munum við á næstunni sýna 25 valin verk útskrifaðra nemenda síðustu ára. Nú sýnum við stuttmyndina Takk fyrir mig frá vorönn 2011.
Stuttmyndin Takk fyrir mig, var sameiginlegt útskriftarverkefni þeirra Önnu Hafþórsdóttur og Kristínar Leu Sigríðardóttur sem útskrifuðust úr leiklistardeild KVÍ vorið 2011.
Í samtali við Önnu sem lék annað aðalhlutverkið í myndinni segir hún
Ég á einungis hlýjar minningar frá Kvikmyndaskólanum og eignaðist þar góða vini og tengingar inn í kvikmyndabransann. Síðan ég útskrifaðist 2011 hef ég leikið aðalhlutverk í tveimur bíómyndum í fullri lengd (Webcam og Snjór og Salóme), lék aukahlutverk í Vonarstræti, aukahlutverk í mynd sem heitir Redux og kemur út á næsta ári. Ég lék Tótu í grínþáttunum Í ræktinni með Tinnu & Tótu, lék í fræðslumyndinni Fáðu Já sem Páll Óskar leikstýrði auk ýmissa stuttmynda og auglýsinga. Ég stunda nú mastersnám í ritlist við Háskóla Íslands
Endileg njótið