26 útskrifast úr Kvikmyndaskóla Íslands

Í dag útskrifuðust 26 nýir kvikmyndagerðarmenn og konur úr Kvikmyndaskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Bíó paradís.

Verðlaun voru veitt fyrir bestan árangur í öllunm deildum. Guðný Rós Þórhallsdóttir fékk verðlaun í deildinni Leikstjórn / framleiðsla en hún hreppti einnig hin eftirsóttu verðlaun Bjarkann fyrir bestu útskriftamyndina fyrir myndina Dagurinn sem baunirnar kláruðust. Í Skapandi tækni fengu  Arnar Freyr Wade Tómasson og Stefán Mekkinósson verðlaun og Emil Alfreð Emilsson í. Í leiklistardeild fékk Bjartmar Einarsson.

Kvikmyndaskóli Íslands þakkar útskriftarnemum fyrir árin tvö, óskar þeim til hamingju með áfangann og bjartrar framtíðar.