Brúðuleikur verður til í Iðnó – Pilot-verkefni í smíðum hjá nemendum
Þessa haustdaga er sannarlega fjörugt skólalíf innan veggja Kvikmyndaskóla Íslands.
Nemendur úr þremur deildum KVÍ vinna nú hörðum höndum við upptökur á pilot-verkefninu Brúðuleikur í Iðnó og við Garðarholtskirkju. Handritið er skrifað af Atla Friðbergssyni og leikhópnum eftir hugmynd Hlínar Agnarsdóttur. Atli leikstýrir einnig en hann er útskriftarnemi í Leikstjórn og framleiðslu.
Leikhópurinn samanstendur af leiklistarnemendum á 3.önn en þau hafa fengið til liðs við sig stórleikarann Arnar Jónsson. Leiðbeinandi þeirra er Þorsteinn Gunnar Bjarnason. Nemendur á 2. önn í Skapandi tækni sjá um leikmynd og búninga undir stjórn Lindu Stefánsdóttur sem og hljóð og nemendur á 3.önn í sömu deild sjá um kvikmyndatöku undir stjórn Jonathan Devaney. Nemendur á 1.önn í Leikstjórn og framleiðslu sjá um skipulag á tökum, tímaplön og næringu. Það verða síðan 3.annar nemendur í Skapandi tækni sem munu sjá um klippingu og eftirávinnslu.
Við litum við í gær þar sem tökur stóðu yfir í Iðnó.