Kennararnir í KVÍ prófessjonal og góðir

Sigurður Traustason er í hópi nýútskrifaðra leikara úr Kvikmyndaskóla Íslands. Hann svaraði nokkrum spurningum okkar um skólann.

 

Námið er gott og kennarar eru professional og góðir. Það er ýmislegt  hægt að laga eins og tækjaleigu og skipulagsmál en að öllu jöfnu er ég  mjög sáttur við námið, hef góðar minningar frá skólanum og er útskrifaður þaðan með mikla kunnáttu.

 

Sigurður setur markið hátt í framtíðinni.

 

Ég ætla mér að fara eins langt í leiklistinni eins og ég mögulega get og koma mér á framfæri og reyna að komast í öll verkefni sem ég finn. Mig langar einnig að skrifa, hvort sem það væri sketch-ar, kvikmyndahandrit eða annað. Svo hefði ég áhuga á að taka upp meira. Ég  er með einhverjar hugmyndir í hausnum en  fyrst og  fremst langar mig að koma mér á framfæri sem leikari og geta unnið við  það.

 

Ýmsir styrkleikar prýða Sigurð eins og til dæmis stundvísi.

Ég get talið á fingrum annarar handar hve oft ég hef mætt seint einhversstaðar frá því ég var í grunnskóla og þá er ég að tala um  5 til 10 mínútum of seinn. Ég er fínn vinnukraftur og hef alltaf staðið mig vel í vinnu hver sem hún er.En svo er ég líka með góðan húmor, er fljótur að búa til grín sem er spondant.

Sigurður leggur mikið upp úr því að vera  raunsær og að líta á heiminn með raunsæjum augum.

Ég sé auðveldlega alla hluti sem hægt er að laga og ég  hef góða þekkingu á kvikmyndageiranum og bý yfir  bakgrunni í eftirvinnslu, þrívídd og fleiru. Sem leikari hef ég áhuga að styrkja mig endalaust  og verða betri. Svo er ég góður í tölvuleikjum og fínn að skrifa handrit og sögur.

Í lífinu sjálfur eru það góðar sögur og persónusköpun sem heilla Sigurð mest en neikvæðni líkar honum verst af öllu.