“Anima” eftir Björgvin Sigurðarson

Í tilefni af 25 ára afmælisári Kvikmyndaskóla Íslands munum við á næstunni sýna 25 valin verk útskrifaðra nemenda síðustu ára. Nú sýnum við stuttmyndina Anima frá vorönn 2012.

Anima

Stuttmyndin Anima, var útskriftarverkefni Björgvins Sigurðarsonar sem útskrifaðist úr Skapandi tækni vorönn 2012.

Anima

Í samtali við Björgvin Sigurðarson, sem var tökumaður myndarinnar, segir hann:

 

“Alveg síðan að ég byrjaði að taka ljósmyndir þá hef ég haft sterka löngun til að skoða lífið í kringum mig á annan hátt. Leitin af römmum hefur fylgt mér alveg síðan þá og þegar ég byrjaði í Kvikmyndaskóla Íslands þá var ég komin með hugmynd um hvað ég vildi gera, en ekki hugmynd um hvernig ég færi af því. Sem betur fer var þarna hópur af góðu fólki sem var alltaf til staðar til að hjálpa manni og kenndi mér allt sem ég þurfti að vita og helling sem ég vissi ekki að ég þyrfti að vita. Síðan þá hef ég skemmt mér við að taka tónlistarmyndbönd, visuala og stuttmyndir, en mest hef ég haft gaman af heimildarmynda gerð. Eftir að hafa klárað fyrstu heimildarmynd mína í fullri lengd á síðasta ári ásamt öðrum útskrifuðum nemanda, honum Halli Erni Árnasyni. þá erum við að vinna núna í þeirri seinni, en hún er endurgerð myndar sem ég gerði á sínum tíma í skólanum. Kvikmyndagerð finnst mér alveg einstaklega fallegt listform, en hún er einungis möguleg með góðri hópavinnu og það er það sem gerir hana svona frábæra fyrir mér.”

Njótið !