Anna vann í Cannes

Anna Sæunn lærði í Kvikmyndaskóla Íslands en hún er stödd úti í Cannes þar sem sýningar á myndinni „Hrútar“ fara fram í Un Certain Regard keppni hátíðarinnar. Hún lét þó ekki þar við sitja heldur tók hún einnig þátt í pitch keppni Shorts TV þar sem hún kynnti hugmynd að stuttmynd er nefnist eða Salvation. Vinningsféð hljóðar upp á 5000 evrur í framleiðslustyrk. 5 myndir komust í úrslit en á endanum var það dómnefnd sem valdi 1 sigurvegara og reyndist það vera Anna Sæunn.

Kvikmyndaskóli Íslands óskar henni því innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur út í Cannes á sama tíma og við hlökkum til að sjá verkið þegar það er tilbúið.

Hér má sjá pitch-ið frá Önnu Sæunn: