Arcus Films fær veglegan styrk úr Jafnréttissjóði
Framleiðslufyrirtækið Arcus Films sem Marzibil S. Sæmundardóttir stofnaði hlaut á sunnudag styrk úr Jafnréttissjóði til að framleiða kvikmynd sem Eydís Eir Björnsdóttir skrifar og leikstýrir.
Það er rétt, við vorum að fá tveggja milljóna króna styrk til framleiðslu stuttmyndarinnar en umfjöllunarefni hennar mun vekja athygli þar sem hún er byggð á sannsögulegri átakreynslu leikstjórans.
Eydís og Marzibil voru saman í bekk á fyrstu önn í námi sínu við Kvikmyndaskóla Íslands.
Fyrirtæki mitt, Arcus Films hefur nú fengið liðsstyrk í tveim nýjum meðeigendum, þeim Svövu Lóu Stefánsdóttur og Ársæli Níelssyni og eru þau framleiðendur myndar Eydísar ásamt Carolínu Salas. Sjálf tek ég að mér aðstoðarleikstjórn í þessu krefjandi verkefni. Ágústa Eva mun leika aðalhlutverkið í myndinni sem verður að mestu tekin upp á Spáni.
Marzibil bætir við að þegar hafi myndin hlotið rúmar 3 milljónir kr. í styrk frá Evrópu Unga Fólksins og að umsókn hafi verið send til Kvikmyndasjóðs.
Við bindum vonir við að full fjármögnun takist með þáttöku sjóðsins og við stefnum á tökur í september en frumsýning er áætluð á Íslandi í febrúar 2017 og frumsýning erlendis um vorið sama ár.