Arnar Benjamín Kristjánsson á Young Nordic Producers Club í Cannes
Arnar Benjamín Kristjánsson sem útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands, Leikstjórn/framleiðslu vorið 2012 hefur verið boðið að taka þátt í í Frakklandi. Um er að ræða námskeið sem haldið árlega sem hluti af kvikmyndahátíðinni.
Þetta eru 25 – 26 upprennandi framleiðendur frá öllum Norðurlöndunum sem eru valdir til að fara á 4 daga námskeið þar sem farið er yfir hvernig á að fjármagna myndir, kynnast öðrum erlendum framleiðendum, dreifa myndunum sínum og svo framvegis.
Námskeiðið segir Arnar Benjamín að sé haldið af Danska kvikmyndaskólanum ásamt kvikmyndasjóðunum á norðurlöndunum.
Þannig að núna er ég að undirbúa mig fyrir námskeiðið með því að fara yfir reglur kvikmyndasjóðsins á Íslandi sem og á hinum norðurlöndunum. Við erum tveir frá Íslandi, ég og Dagur Benedikt Reynisson sem verða á námskeiðinu.
Arnar Benjamín segist þessa dagana annars vera önnum kafinn við að klára MA nám sitt frá Met Film School í Ealing studios í London. Einnig vinnur Arnar Benjamin gegnum fyrirtækið Fenrir Films ásamt Ævari vísindamanni að undirbúningi þátta byggða á bókinni Þín eigin þjóðsaga.
Ég er að undirbúa tökur á útskriftarmyndinni minni sem verður tekin upp í Summerhall í Edinborg í júní. Þá er ég einnig að taka upp og klippa myndbönd fyrir framleiðslufyrirtækið hans Jamie Oliver’s en þeir halda úti Youtube-rás sem kallast Jamie Oliver’s foodtube. Það er partur af starfsþjálfun sem ég þarf að fara í gegnum frá skólanum en hefur verið mjög skemmtilegt en þau hafa boðið mér að koma aftur eftir að starfsþjálfunin rennur út þannig ég mun vera í fleiri tökum hjá þeim fram í Júní.
Það verður því spennandi að fylgjast með framhaldinu því sem er að gerast hjá hjá Arnari Benjamín næstu misserin.