“Arnbjörn” og “Senn bryddir á Barða” í keppni Cilect, alþjóða samtaka kvikmyndaskóla

Kvikmyndaskóli Íslands hefur valið myndirnar  Arnbjörn eftir Eyþór Jóvinsson og  Senn bryddir á Barða eftir Vigdísi Evu Steinþórsdóttur til að taka þátt í  árlegri skólakeppni Cilect, alþjóðasamtaka kvikmyndaskóla fyrir árið 2017.

Arinbjörn er útskriftarverkefni Eyþórs Jóvinsson sem útskrifaðist í desember síðastliðinn en hann hlaut fyrir myndina  Bjarkann sem eru verðlaunin fyrir bestu mynd á haustannar 2016.  Mynd Vigdísar Evu er heimildarmynd af þriðju önn. Til þessa hefur Kvikmyndaskóli Íslands aðeins sent stuttmyndir í keppni Cilect og er þetta er í fyrsta skipti sem skólinn sendir fulltrúa í heimildarmyndahluta Cilect kepnninnar. Keppnisflokkar samtakanna eru þrír: Skáldskapur (fiction), heimildarmynd (documentary) og teiknimyndir (animation).

Keppni Cilect samtakanna eru yfirgripsmikil því allir aðildarskólar greiða atkvæði um innsendar myndir og úrslit liggja fyrir með næsta hausti.