Arnheiður Diljá Benediktsdóttir - Leikstjórn og Framleiðsla
Diljá mun útskrifast frá Leikstjórn og Framleiðslu með mynd sína "Traust"
Traust
Ármann og Þórey eru heimsins bestu vinir en þurfa að halda vináttunni leyndri fyrir öllum öðrum. Það verður sífellt erfiðara að lifa í felum og lygum þannig að á endanum þurfa þau að taka stóra ákvörðun um framtíðina.
Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir?
Ég horfði alltaf á jólamyndina Kókó og Dúlla á VHS spólu. Nú virðist enginn kannast við þessa mynd!
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Kvikmyndagerð er svo skemmtilega fjölbreytt og frábær vettvangur fyrir fólk með mismunandi hæfileika til að vinna saman og skapa list. Það heillar mig líka svo mikið við bíómyndir hvað þær geta haft ótrúlega mikil áhrif á áhorfendur og vakið upp tilfinningar.
Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?
Mig langaði mest til að læra leikstjórn en hafði ekki séð fyrir mér að fókusa á handritsgerð þannig að ég valdi Leikstjórn og framleiðslu, eiginlega án þess að vita hvað framleiðsla væri. Svo hefur hún komið mjög skemmtilega á óvart og ég hef fengið mikinn áhuga á þeim hluta líka. Glöð að hafa valið bestu deildina.
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Að skólinn er aðallega að gefa þér tólin til að fara og prófa að búa til kvikmyndir, það er ekki hægt að kenna allt, maður lærir mest á því að bara gera. Ég líka vissi ekki áður hvað kvikmyndagerð er mikið vesen.
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Yolo swag segi ég alltaf. Er ekki mikið að plana. En ég hlakka mjög til útskriftar og fæ vonandi starf á setti sem fyrst :) Ég ætla líka að prófa mig áfram í tilraunakenndri kvikmyndagerð og búa til allskonar list.