Ásdís Sif Þórarinsdóttir og Örvar Hafþórsson sigruðu ljósmyndakeppni KVÍ

 

Úrslit hafa verið tilkynnt í ljósmyndakeppni nemenda Kvikmyndaskóla Íslands. Fyrstu verðlaun hlutu Örvar Hafþórsson nemandi í Leikstjórn/Framleiðslu og Ásdís Sif Þórarinsdóttir, nemandi í Handrit/Leikstjórn á 2. önn.

Verðlaunaafhendingin fór fram í dag en Ásdís Sif og Örvar hlutu að launum hvor um sig eina Sony Cybershot 30x Zeiss WHT vél en Nýherji styrkti keppnina með þessari höfðinglegu gjöf og kann Kvikmyndaskólinn fyrirtækinu bestu þakkir fyrir.  Fulltrúi NýherjaJón Camson Sigurðsson, söluráðgjafi hljóð og mynd, afhenti verðlaunin í húsnæði skólans í dag.

Þema kepninnar í ár var „Ég elska kvikmyndagerð“ nemendum skólans var heimilt að senda inn ótakmarkaðann fjölda mynda. Fimm manna dómnefnd sem valdi vinningsmyndina sem er hægt að sjá hér fyrir neðan.

1001968_10153962604413555_3427056166417067266_n