Auglýst eftir deildarforsetum Kvikmyndaskóla Íslands
Eins og kom fram í grein hjá okkur fyrr í vikunni og í bréfi rektors til nemenda og kennara Kvikmyndaskóla Íslands er nú auglýst eftir deildarforsetum allra deilda.
Um er að ræða deildarforseta Leikstjórnar/framleiðslu, Skapandi tækni, Handrita/leikstjórnr og Leiklistar . Leitað að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi með menntun og/eða starfsreynslu á sviði kvikmyndagerðar í hálft starf.
Deildarforsetar fara með faglega stjórn deildanna og bera rekstrar- og fjárhagslega ábyrgð gagnvart rektor. Deildarstjóri skaI hafa frumkvæðii að mótun stefnu fyrir deildina. Hann ræður kennara og annað starfsfólk til deildarinnar.
Nánari upplýsingar um menntunarkröfur, starfsskyldur og nauðsynleg gögn með umsókn finnið þið hér.
Umsóknir, ásamt fylgiskjölum skulu sendar rafrænt á kvikmyndaskoli@als1.broxford.shared.1984.is Umsóknarfrestur er til og með 20. mai 2016. Ollum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar um starfið, þ.á.m. launakjör, veitir Inga Rut Sigurðardóttir í síma 444 3306. Eins má finna upplýsingar um skólastarfið á heimsíðu skólans, kvikmyndaskoli.is.