“Aurar” eftir Emil Örn
Í tilefni af 25 ára afmælisári Kvikmyndaskóla Íslands munum við á næstunni sýna 25 valin verk útskrifaðra nemenda síðustu ára. Nú sýnum við stuttmyndina Aurar frá vorönn 2012.
Stuttmyndin Aurar, var útskriftarverkefni Emils Arnar Morávek sem útskrifaðis frá Handrita og Leiktjórnardeild KVÍ vorið 2012.
Í samtali við Emil Örn, leikstjóra og handritshöfund, segir hann:
Þegar ég hóf nám í Kvikmyndaskóla Íslands haustið 2010 var ég með fremur óljósa hugmynd um hvað ég vildi fá útúr þeirri þekkingu sem skólinn kynni að gefa mér.Ég hafði áhuga á kvikmyndagerð, framleiðslu, listrænu starfi með fólki sem og þróun sagna gerðar.Ég ákvað því að taka náminu með opnum hug og stunda það af krafti.Skólinn gaf mér góða og víðtæka þekkingu á formi kvikmyndagerðar, bæði við handritsskrif, framleiðslu og skýrari mynd af því hvað ég fílaði við kvikmyndagerð og hvað ekki.
Þarna kynntist ég líka fullt af fólki sem var á sömu bylgjulengd og ég í lífinu og eignaðist ég marga góða vini sem ég er enn í góðu sambandi við í dag. Einnig voru margir einstaklingar sem komu að kennslu við skólann og komu manni í starfsþjálfun við skemmtileg verkefni í bransanum, þetta varð til þess að eftir námið fór ég meira að vinna við iðngreinina kvikmyndagerð frekar en listgreinina og hef ég fundið mig þokkalega þar.
Ég hef meðal annars fengið að taka þátt við þjónustu á stórum og merkilegum Hollywood verkefnum, heimsfrægum sjónvarpsþáttum, íslenskum kvikmyndum, auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Í þessum verkefnum hef ég bæði starfað við aðstoð á framleiðslu og á tökustöðum, tökustaðastjórnun og aðstoðaleikstjórn.Einnig hef ég tekið að mér að kennslu á menntaskólastigi við kvikmyndagerð og staðið fyrir námskeiðum fyrir krakka á svipuðum aldri.Þó ég búi enn yfir þeim draumum að koma af stað eigin verkefni þá kann ég mjög vel við mig að starfa í þessari iðngrein og mun ábyggilega gera það áfram. Á meðan safna ég hugmyndum á tölvutækt form.
Og hér er stuttmyndin “Aurar”, njótið vel