Ávarp Námsstjóra Kvikmyndaskóla Íslands til útskriftarnemenda

Hrafnkell_400x380_2017

Stolt.

Nú þegar er komið að uppskeruhátíð Kvikmyndaskólans fyllist maður gjarnan stolti yfir öllu því sem nemendur hafa afrekað yfir önnina.

En stolt er ekki sú tilfinninginn sem brunið á mér undanfarnar vikur þegar ég hugsa um samfélagið, bransann okkar og menntastofnarnirnar innan hans, þar á meðal skólans okkar. Óörryggi, vanmáttur, sorg og reiði eru tilfinningar sem hafa verið mun meira í notkun en stolt.

Í þessarri viku ætlum við samt sem áður að vera stolt. Stolt af fyrstu annar nemendum sem eru nú að frumsýna sínar fyrstu myndir. Stolt af öllum nemendum skólans sem lögðu hart að sér og frumsýna nú verk sín, heimildarmyndir, stuttmyndir, kynningarmyndum og fleira mætti telja. Og svo má ekki gleyma þeim sem lögðu hönd á plóg.

Við getum líka verið stolt af okkur útskrifuðu nemendum. Það er varla er framleidd sjónvarpsþáttasería eða kvikmynd án þess að þar sé að finna Kvikmyndaskóla re-union á settinu.  En við ættum líka að vera stolt af hugrökkum fyrrverandi nemendum sem hafa undanfarnar vikur stigið fram og með sínum sögum séð til þess að skólinn bæti sig á þann veg að þær endurtaki sig aldrei aftur.

Síðasta en ekki síst getum við verið stolt af okkar útskriftarnemum, sem ljúka nú tveggja ára námi með frumsýningu á lokaverki sín. Við þau segjum við stolt … til hamingju og vegni ykkur vel.