Útskriftardagur Vetur Misseris 2021

Í dag útskrifuðust 12 nemendur frá öllum deildum Kvikmyndaskóla Íslands

Með viljann að vopni á furðulegum tímum, útskrifuðust nú í dag 12 manns frá Kvikmyndaskóla Íslands, eftir 2ja ára nám. Athöfnin var haldin í Laugarásbíó við góða mætingu og augljóst var að sjá að nemendur nutu þessa merka árangurs sem þeir fyllilega hafa unnið fyrir.

Rektor Kvikmyndaskólans, Friðrik Þór Friðriksson, hélt útskriftarræðu og hvatti nemendur til áframhaldandi sköpunar á öllum sviðum.

Eftir afhendingu skírteina fór fram verðlauna afhending, þar sem valdar voru bestu myndir deilda og svo að lokum veittur "Bjarkinn", verðlaun fyrir bestu mynd útskriftarhópsins.

BESTA MYND LEIKLISTAR

"Í næsta lífi" eftir Thelmu Lind Þórarinsdóttur

Kona á fimmtugsaldri rifjar upp unglingsár sín þegar ástin var í loftinu. Önnur öfl reyna þó að spilla fy

BESTA MYND LEIKSTJÓRNAR

"Kaflaskipti" eftir Ernu Soffíu Einarsdóttir og Hannes Einar Einarsson

“Kaflaskipti” er um unga konu sem lifir frekar viðburðalitlu lífi en lætur til leiðast að fara á djammið til að hitta bestu vinkonu sína og kunningja hennar. Þar kynnist hún manni sem virðist vera allur pakkinn. Hann er kurteis, fyndinn og myndarlegur — gæti hann verið “the one”?

VIÐTAKANDI "BJARKANS" FYRIR BESTU MYND ÁRGANGS

"Dauðaþögn" eftir Þorstein Sturlu Gunnarsson frá Handrit og Leikstjórn

Ung kona á erfitt með að takast á við andlát unnusta síns. Hún gengur í gegnum lífið eins og draugur og hefur einangrað sig frá öllum. Eina nótt byrjar hana þó að gruna að hún sé ekki jafn ein og hún hélt.

Leikstjórn og Framleiðsla

"Ræðan" eftir Hjördísi Rósu Ernisdóttur

Ungur maður mætir í jarðarför föður síns í þeim tilgangi að afhjúpa hann.

"Rakel, saga um eymd" eftir Kristján Pétur Jónsson

Rakel er ung kona sem læsir sig inni í íbúð sinni eftir að hafa fengið slæmar fréttir. Streita myndast á milli hennar, mömmu hennar og kærasta sem bíða örvæntingafull fyrir utan hurðina.

"Krossgötur" eftir Vigfús Ólafsson

Það eru tímamót í lífi Ragga sem er á leið til útlanda. Raggi heyrir í gamla vini sínum Degi til að skutla sér út á flugvöll og endurupplifa gamlar minningar áður en leiðir þeirra skiljast, en vinasambandið er ekki það sama og það var.

Handrit og Leikstjórn

"Þurrkur í Feneyjum" eftir Orra Starrason

Tveir bústaðir, ein vatnslögn.

Leiklist

"Öllu er lokið" eftir Ágúst Þór Ámundarson

Kobbi er fastur í húsnæði umkringdu uppvakningum. Hann er í talstöðvar sambandi við Dröfn dóttur sína og kærasta hennar, sem eru föst í húsnæði annarsstaðar í borginni sem einnig er umkringt uppvakningum. Hvað þarf Kobbi til bragðs að taka þegar hann verður óviss um afdrif dóttur sinnar? Verður hann að láta til skarar skríða gegn uppvakningunum til þess að bjarga dóttur sinni?

"Fljúgandi fær" eftir Birtu Nótt Söru Salvamoser

Ung kona þarf að takast á við hindranir þess að fullorðnast og standa á eigin fótum. Hún leitar til móður sinnar í von um að hún geti komið með lausnir og tekið ábyrgðina en það reynist þeim báðum erfitt.

"Graff" eftir Daða Lárusson

Myndin fjallar um 18 ára strák sem leggur í einelti en myndar svo tengingu og vinskap við strákinn sem hann og félagarnir hafa verið að stríða. Hann þarf að ákveða hvort hann eigi að halda áfram að fylgja straumnum eða taka niður grímuna og vera hann sjálfur.

"Plútó" eftir Tómas Sveinsson

Mikki er ungur og efnilegur tónlistarmaður í hljómsveitinni Plútó, hljómsveitin hefur vakið athygli á íslenskum mælikvarða en Mikka dreymir að ná lengra.