Birnir Mikael Birnisson
Birnir Mikael Birnisson útskrifast frá Leiklist með mynd sína “Sæludraumur”
“Elías er ungur drengur frá Ólafsfirði sem lifir að mestu leiti mjög eðlilegu lífi. En eftir að hans dimma fortíð nær aftur til hans leiðir það að mjög slæmum afleiðingum.”
Við fræddumst aðeins um feril Birnis að útskrift
"Leiklist og kvikmyndir hafa alltaf heillað mig frá blautu barnsbeini, erfitt að segja nákvæmlega hvenær ég ákvað að sækja um en ég vissi alltaf innst inni að ég myndi kýla á það einn daginn.
Leiklist er eitthvað sem rennur í blóðinu hef ég heyrt. Bæði mamma og afi voru mikið í leiksýningum heima á Ólafsfirði. Ég held að þaðan hafi ástríðan komið. Eftir að ég fékk að vera með í einni sýningu vissi ég samstundis að þetta væri mín hilla í lífinu.
Það sem kom mér mest á óvart var hversu mikið allir standa saman í þessum skóla. Pínu klisjukennt en það er mikill fjölskyldu fílingur hérna, allir eru til staðar til að hjálpa og engin með vesen. Eins og lífið á vera að mínu mati."
"Að velja aðeins eina minningu er eins og að reyna ferðast á topp tinds sem reynist ókleifur. Ég hef kynnst fólki sem ég er ævinlega þakklátur fyrir og stoltur að geta kallað þá vini mína. Ég er svo sannarlega lukkunnar pamfíll að hafa fengið að upplifa þennan yndislega draum. Að fá að leika á móti afa mínum stendur uppi í huga mínum, þar sem áhuginn kom frá honum. En að leika og vinna fyrir vini mína og samnemendur eru minningar sem ég mun aldrei gleyma. Að geta ekki hætt að hlægja í tökum, tengjast og upplifa ótrúlegustu hluti með þessu fólki er besta minningin.
Planið er að halda áfram á þessari braut. Ekki veit ég hvað framtíðin hefur í boði, en ég hef fundið það sem gerir mig hamingjusaman og það er svo sannarlega góð byrjun að mínu mati. Ef meira svona er handan við hornið, þá fer ég sáttur frá borði. “Að sýna þakklæti er að tryggja framtíð sína” eins og segir í kvæðinu góða."