Birta Ögn Elvarsdóttir - Skapandi Tækni
Birta mun útskrifast frá Skapandi Tækni með mynd sína "Stefnumótið"
Stefnumótið
Myndin fjallar um mann og konu sem fara á blint stefnumót þar sem þau ræna óvart barni.
Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir?
Líklega þegar ég var að horfa á “The King and I” í litla túbusjónvarpinu uppi á háalofti.
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Það er svo gaman að sjá hugmyndir verða að veruleika og hvað fólk er að gera til að framkvæma þessar hugmyndir.
Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?
Ég hef alltaf haft gaman að því að klippa og taka upp svo ég hugsaði, af hverju ekki að læra almennilega á tæknina í kvikmyndagerð?
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það kom mér á óvart hversu mikið ég lærði. Það var og er alltaf eitthvað nýtt sem maður er að pikka upp.
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Bara fín, ég næ samt ekki að hugsa mikið lengra en 2-3 daga fram í tímann í augnablikinu. Það má spyrja mig aftur nokkra daga eftir útskrift.