Björgum Bíó Paradís
Undanfarinn tíu ár hefur Bíó Paradís skipað sérstakan sess fyrir nemendur og starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands. Á hverjum föstudegi flykkjast nemendur skólans í kvikmyndasögu, og horfa vandlega valdar kvikmyndaperlur sem hafa umbylt sögu kvikmyndanna.
Nemendur skólans hafa fengið aðstöðu til að horfa á þessar kvikmyndir í allra bestu gæðum í bíósal. Þessi kennsla er vitaskuld grundvallaratriði í menntun íslenskra kvikmyndagerðarmanna.
Í lok hverrar annar er svo uppskeruhátíð skólans haldin í Bíó Paradís. Yfir heila viku frumsýna nemendur svo afrakstur liðinnar annar á sama tjaldi og þau horfðu á myndir meistaranna. Að lokinni frumsýningarviku, útskrifast nemendur úr skólanum við hátíðlega athöfn og auðvitað í bíósal.
Við skorum á ríki og borg að finna viðunandi lausn á málinu og bjarga Bíó Paradís.
Þetta menningarheimili kvikmyndanna er einfaldlega of mikilvægt til að hverfa úr þjóðlífinu.
Fyrir hönd Kvikmyndaskóla Íslands,
Friðrik Þór Friðriksson, Rektor
#savebioparadis