Björn Rúnarsson
Björn Rúnarsson útskrifast frá Handrit og Leikstjórn með mynd sína “Eftirsjón”
“Blind kona fær sjónina í fyrsta sinn, en verður heltekin af eigin ytri fegurð, svo mikið svo að hún missir sjónar á fjölskyldu sinni”
Hvers vegna varð Kvikmyndaskólinn fyrir valinu?
“Ég var að læra handritaskrif í kvikmyndaskóla í London og flúði heim til Íslands þegar Covid-19 faraldurinn skall á. Ég kláraði fyrsta árið af tveimur í þeim skóla í fjarnámi og ákvað að fara ekki aftur út og hoppaði í staðinn beint inná 2. ár í Kvikmyndaskóla Íslands. Ég vissi mjög lítið um skólann en hann kom mjög skemmtilega á óvart. Bæði flottir kennarar og aðstaða, og mikið af hæfileikaríku fólki til að kynnast. Ég var búinn að einblína algjörlega á handritaskrif — og geri það enn að vissu leiti — en í KVÍ lærir handritsdeildin líka leikstjórn og ég lærði gríðarlega mikið á því að fá að leikstýra eigin handritum og gera þau að veruleika, bæði sem handritshöfundur og sem leikstjóri. Þetta var krefjandi og dýrmæt reynsla.”
Og hvað ber framtíðin í skauti sér?
“Ég er á setti á franskri kvikmynd út allan júní, en þegar loksins gefst tími til að hugsa, þá held ég að næstu skref séu bara að skrifa, skrifa, og skrifa meira. Skapa sér tækifæri og koma sér í fleiri skemmtileg verkefni.”