Brú inní bransann – nýr spennandi samstarfssamningur
Brú inní bransann er nýr og spennandi samstarfssamningur sem Kvikmyndaskóli Íslands hefur gert við helstu framleiðslufyrirtæki landsins.
Nafnið er ekki úr lausu lofti gripið því samstarfið er hugsað sem leið fyrir útskrifaða nemendur KVÍ að launuðu starfi til lengri eða skemmri tíma og er gert ráð fyrir að sá tími verði á bilinu þrír til tólf mánuðir.
Þegar er búið að gera starfsþjálfunarsamning við fyrirtækin ogen einnig er samningur við á lokastigi. Þau störf sem eru í boði eru breytileg og í samræmi við verkefnin sem fyrirtækin fást við hverju sinni. Stöðurnar verða auglýstar í lok hverrar annar og er stefnt að því að senda úrvalsnemendur í þessa starfsþjálfun.
Samningurinn getur nýst vel sem kraftmikið afl inní kvikmyndafyrirtækin og sjónvarpsstöðvarnar en ekki síður sem brú inní bransann fyrir nýútskrifaða nemendur KVÍ.
Sigrún Gylfadóttir, tengslafulltrúi nemenda leiðir verkefnið af hálfu KVÍ og munu nokkrar stöður verða í boði nú strax eftir áramót.