Edvin Martinsson Á Kósini látinn
Edvin Martinsson Á Kósini stundaði nám um skeið við Kvikmyndaskóla Íslands en varð að hverfa frá því vegna alvarlegra veikinda. Edvin lést í síðustu viku og fengum við Hrafnkel Stefánsson, deildarforseta Handrit/Leikstjórn til að segja stuttlega frá kynnum sínum á honum.
Því miður voru kynni mín af Edvin stutt þessa einu önn sem hann varði hjá okkur í skólanum, en það sem ég fékk að kynnast var metnaðarfullur kvikmyndagerðarmaður uppfullur af skemmtilegum hugmyndum. Andlát hans er án efa missir fyrir íslenska kvikmyndagerð.
Á meðan á náminu í KVÍ stóð gerði Edvin mínútumyndina Ritstífla og fylgir hlekkur að henni hér með þessum fáeinu orðum til minningar um hann.
Í kjölfar andláts Edvins stendur yfir söfnun fyrir fjölskyldu hans. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 0152 – 05 – 260815 og kennitala eiganda 060984-3449