Fagnaðarfundir í München – Rektor Kvikmyndaskólans á ráðstefnu Cilect

Það voru fagnaðarfundir þegar kollegarnir, skólastjórarnir og leikstjórarnir, Gísli Snær Erlingsson frá (LCA) í Singapore og Hilmar Oddsson frá KVÍ hittust á vinnuráðstefnu Cilect í München í vikunni.

Þema ráðstefnunnar var “Working with actors” og þar skiptust kvikmyndaskólafólk, alls staðar að úr heiminum, á skoðunum á því mikilvæga atriði hvernig best væri að haga kennslu í leikstjórn, með sérstakri áherslu á samstarfið við leikara. Ráðstefnan var haldin í Hochschule für Fernsehen und Film, en það er einmitt skólinn þar sem okkar maður lærði sitt fag, fyrir allnokkru síðan.