Finn fyrir hávaða og miklum bassatón – Leszek Daszkowski lætur ekkert stöðva sig í úrvinnslu verkefna
Leszek Daszkowski er pólskur nemandi á fyrstu önn Skapandi tækni en auk þess að vera ekki íslenskumælandi glímir hann við heyrnarleysi.
Verkefnin í Skapandi greinum eru ólík en í einu þeirra ætti verkefnaskilin að fela í sér mínútu hljóðskrá þar sem viðfangsefnið er annahvort tilfinning eða atburður. Verkefninu skyldi fylgja viðeigandi ljósmynd og valdi Leszek þemað „snjóflóð“.
Við fengum með aðstoð túlks Leszek til að spjalla við hann um verkefnið og hvernig honum gekk að leysa úr því.
Ég er á tæknideild en markmiðið mitt var aðalega að læra kvikmyndatöku og klipp. Þessi kúrs snýst aðeins um að læra hljóð og mér leist ekkert á það til þess að byrja með. En svo ræddi Óli Fannar deildarforseti tæknideildar við mig og Gísli starfmaður KVÍ sem hefur sérhæft sig í hljóði og í sameiningu ákváðum við að prófa þetta. Ég settist niður með Gísla og hann kenndi mér á þetta allt saman og sýndi mér hvernig forritið virkaði. Ég er líka ánægður að hafa fengið aðstoð túlks því ef ég var eitthvað óöruggur þá spurði ég túlkinn og gat stuðst við hennar tilfinningu fyrir hljóðinu.
Eðlilega fannst Leszek erfiðast við úrlausn verkefnisins að heyra ekki hvað hann var að gera.
En ef það hljómar bassi þá finn ég hann miklu frekar heldur en til dæmis ef um er að ræða samtal tveggja persóna. Við slíkar aðstæður næ ég mjög illa að meta hljóð. Öllum hávaða og miklum bassatón finn ég fyrir. Ég gat líka lagt hendurnar á hátalarann og fundið þannig titringinn.
Leszek segir góðar innihaldslýsingar á hverju hljóði fyrir sig í hljóðsafni skólans hafa nýst vel við vinnslu verkefnisins.
Notkun lýsinganna gerði mér kleyft að velja þau hljóð sem hentuðu mér best við verkefnið og litu vel út á hljóðstyrksmælinum. En aðeins þar sem eitthvað var skráð við hljóðin gat ég ekki nýtt mér þau.
Segir Leszek og bætir við að svo framarlega ekki er um að ræða hljóðvinnslu samtala gæti vel komið til þess að hann vinni slík verkefni aftur.
Ef það eru drunur eða sprengingar þá get ég alveg unnið með það. Ég játa að þegar ég mætti fyrst í fyrsta tímann þá fannst mér þetta ekkert sérlega skemmtilegt. En eftir að Gísli fór að kenna mér á þetta þá byrjaði mér að finnast þetta mjög skemmtilegt.
Gísli fylgdist vel með mér og kom annaðslagið og leiðbeinti mér. Þess á milli vann ég sjálfstætt.
Verkefnið vann Leszek við í heila viku og það er sannarlega magnað að hlusta á afraksturinn hér.