Fjölbreytt dagskrá á opnum degi í Kvikmyndaskólanum í gær – Myndir

Opinn dagur var haldinn í Kvikmyndaskóla Íslands í gær. Deildarstjórar kynntu sínar deildir en einnig voru í boði sýningar á myndum nemenda og margt fleira.

Útskrifaðir nemendur skólans sögðu frá verkefnum sem þeir hafa tekið þátt í frá útskrift og einnig var hægt að fylgjast með því hvernig nemendur handritadeildar breyta hugmyndum sínum  í handrit sem síðar verður að kvikmynd. Fyrir  áhugasama um tæknideild skólans var hægt að skoða tækjaleiguna og sýnt hvernig unnið er með ljós, myndavélar og green screen.

Leiklist á annarri önn sýndi atriði úr leiksýningu sem nýlega var til sýningar en þar að auki var  fyrsta leikna 360° myndin sem gerð hefur verið á Íslandi sýnd,  útskriftarverkefni nemanda á Handrit/Leikstjórn.

Krakkahornið naut vinsælda með fjölbreyttri dagskrá fyrir upprennandi kvikmyndagerðamenn.

IMG_9214

IMG_9236

IMG_9251

IMG_9258

IMG_9264

IMG_9304

IMG_9457

IMG_9218