Fjöldi leiklistarnema í framhaldsnám eftir útskrift úr KVÍ

Á undanförnum árum hafa leiklistarnemendur sem útskrifaðir eru úr leiklistardeild Kvikmyndaskóla Íslands haldið til háskólanáms hér á Íslandi eða farið til Bretlands, Bandaríkjanna, Tékklands, Frakklands eða Danmerkur til frekara náms.
Alls vitum við til þess að undanfarið hafi 17 nemendur úr leiklistardeild KVÍ farið í framhaldsnám í háskólum eftir námið hér í KVÍ. Fimm af þessum nemendum hafa farið í leiklistarskóla erlendis og átta nemendur hafa lokið BA námi í Listaháskólanum, HÍ eða utan Íslands. Tveir nemendur hafa lokið MA námi í Breskum leiklistarskólum en auk þeirra er einn útskrifaður nemandi úr skólanum á leið til Bretlands í framhaldsnám í haust og annar í Listaháskólann í leiklistardeildina.
Það er frábært fyrir skólann að sjá þennan árangur nemenda sinna en eins og margir vita væntir skólinn þess fljótlega að útskrifa sína eigin nemendur með BA gráður í stamstarfi við HÍ. Inntaka nemenda í MA nám erlendis er sannarlega vísbending um að menntunin standist þær kröfur.