Fór í starfsnám á námstímanum til Pegasus og er þar enn – Jón Már segir frá námi sinu í Tæknideild

Jón Már útskrifaðist af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands árið 2010 og fékk strax spennandi starf að loknu náminu. Hann hefur nú starfað hjá Pegasus í um fimm ára skeið.

Ég hafði áður tekið listnámsbraut í Iðnskólanum og lærði Þrívíddarkvikun í Margmiðlunarskólanum. Ég átti mér alltaf skýrt markmið að fara í tæknibrellur og eftirvinnslu. Þannig gerði ég flest verkefni í KVÍ að krefjandi brelluverkefnum.

Tengsl Kvikmyndaskólans við atvinnulífið í kvikmyndagerð á Íslandi eru góð og naut Jón Már eins og aðrir nemendur góðs af því.

Ég var sendur til Pegasus í 3. daga starfskynningu á 3. Önn og ég er reyndar ennþá hjá Pegasus í brelluvinnu. Ég hef unnið þar að gerð ótal auglýsinga, í nokkrum bíómyndum og sjónvarpsseríum.

Frá útskrift hefur Jón Már einnig tekið að sér kvikmyndatökuverkefni og sjálfur staðið að gerð heimildarmynd.

Ég hef gegnt ýmsum stöðum í allskonar verkefnum. Ég hef ferðast mjög mikið um landið og er það einn besti bónusinn við þetta starf. Ég hef séð hvern krók og kima af þessu fagra landi okkar sem allir vilja mynda.

Það má með sanni segja að Jón Már hafi farið víða í tengslum við starf sitt en meðfylgjandi mynd sýnir  í litlu þorpi skammt frá Everest í Tíbet. Hér má einnig finna sýnishorn af vinnu hans.