Friðrik Þór Friðriksson settur rektor Kvikmyndaskóla Íslands

Friðrik Þór Friðriksson hefur verið settur rektor Kvikmyndaskóla Íslands fram til áramóta. Hann tekur við starfinu af Hilmari Oddssyni sem hætti nú í vor eftir farsælt 7 ára starf. Friðrik Þór er einn þekktasti kvikmyndagerðarmaður okkar Íslendinga og á að baki langan og farsælan feril bæði sem leikstjóri og framleiðandi. Hann hefur gert tilraunamyndir, heimildarmyndir og leiknar bíómyndir. Í öllum flokkum á hann myndir sem teljast verða klassík íslenskri kvikmyndasögu. Friðriki Þór hefur hlotnast mikill fjöldi verðlauna og viðurkenninga á ferlinum en hans þekktasta verk er án efa “Börn náttúrunnar” sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna.
Friðrik Þór hyggst leggja áherslu á að bæta kvikmyndagerð skólans enn frekar og að standa við bakið á nemendum í þeirra kvikmyndagerð.
Það er mikill fengur fyrir Kvikmyndaskólann að fá Friðrik Þór við stjórnvölinn.

Kvikmyndaferill Friðriks Þórs Friðrikssonar;

Nomina Sunt Odiosa, 1975 (stuttmynd)
Brennu Njáls saga, 1980 (stuttmynd)
Eldsmiðurinn, 1981 (heimildarmynd)
Rokk í Reykjavík, 1982 (heimildarmynd)
Kúrekar norðursins, 1984 (heimildarmynd)
Hringurinn, 1985 (80 mínútna hraðspólun eftir hringveginum)
Skytturnar, 1987
Börn náttúrunnar, 1991
Bíódagar, 1994
Á köldum klaka, 1995
Djöflaeyjan, 1996
Englar alheimsins, 2000
Fálkar, 2001
Niceland, 2004
Sólskinsdrengurinn, 2009 (heimildarmynd)
Mamma Gógó, 2010
Auk þess framleiðsla á yfir 75 kvikmyndum af ýmsu tagi

Börn náttúrunnar