Frostbiter, það “versta” úr íslenskri kvikmynda flóru
Frostbiter er íslensk hryllingsmyndahátíð sem haldin verður á Akranesi 10-12.nóvember næstkomandi og meðal mynda sem sýndar verða eru verk eftir nemendur Kvikmyndaskólans.
“DONOR”
Eftir að ung kona vaknar á óhugnanlegum spítala verður henni ljóst að eithvað skelfilegt hefur átt sér stað. Aðeins eitt er ljóst: Hún verður að komast út
Myndin er eftir Guðna Líndal Benediktsson sem er útskrifaður frá deild Handrita og leikstjórnar hjá Kvikmyndaskólanum. Guðni bæði skrifar handritið og leikstýrir og var myndin tekin upp í sumar í Edinborg með dyggum stuðningi fleiri nemenda frá skólanum.
“HEL”
Á gömlum og niðurníddum spítala hleypur Baldur á undan óttanum í gegnum svakalega atburðarás sem byrjar þegar einn hjúkrunarfræðingur hverfur af næturvaktinni
Myndin er eftir Ásþór Aron Þorgrímsson sem er útskrifaður úr deild Leikstjórnar og framleiðslu.
Við hvetjum ykkur eindregið til að missa ekki af þessari spennandi hátíð !