Frumsýningar framundan
Duglegir nemendur sátu við tölvur í kvikmyndaskólanum þessa vikunni að klippa saman stuttmyndir sínar sem frumsýndar verða eftir tvær vikur. Önnur önn Skapandi Tækni sátu þó kúrs í myndbrellum hjá Sigurgeiri Arinbjörnssyni (Star Trek: Discovery, Everest) og þriðja önnin fór í Sérhæfinga kúrs – þar sem nemendur velja sér tvö af sérsviðum brautarinnar til að dýpka þekkingu sína í.
Nemendur á annarri önn Leiklistar voru á fullu að æfa fyrir frumsýningu á nýju leikverki í lok næstu viku og þriðja önn Leiklistar unnu áfram í söngleik sem þau frumsýna við lok annar undir stjórn Þórunnar Ernu Clausen (Lói) og sátu námskeið í dagskrárgerð undir leiðsögn Baldvins Albertssonar (Tjarnargatan). Fjórða önn Leiklistar unnu svo í klippingu á útskriftarmyndum sínum.
Kínema, nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands, bauð upp á handrita vinnustofu á þriðjudeginum að vanda ásamt Kareoke kvöldi .