Geoff McAuliffe með námskeið í Kvikmyndaskóla Íslands
Nemendur á 2.önn tækni í KVÍ fengu á dögunum sannkallaðan Masterclass-tíma í Visual effects. Geoff McAuliffe hélt þriggja tíma fyrirlestur í skólanum um myndbrellur í kvikmyndagerð.
McAuliffe hefur unnið við gerð kvikmynda og sjónvarpsefnis í aldarfjórðung. Hann hefur unnið með mörgum af virtustu leikstjórum og kvikmyndatökufólki heims verið þar sérlega atkvæðamikill við lokaúrvinnslu verkefna. Hann var einn aðaleigandi Brickyard VFX en hann hefur einnig átt heiðurinn af myndbrellum í myndum á borð við The Game, The Proposal og Surrogates og við þáttaröðina Game of Thrones.