Handritshöfundurinn þekkti, David Marconi heimsækir Kvikmyndaskóla Íslands

Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands nutu góð af heimsókn David Marconi til Íslands síðasta mánudag þegar hann heimsótti skólann.

Handritshöfundurinn David Marconi er mikill reynslubolti og er öllum hnútum kunnugur í kvikmyndagerð í Hollywood. Hann skrifaði m.a. handrit kvikmyndarinnar Enemy of the State en hann hélt á mánudagskvöld  Q&A fyrir nemendur skólans.

Marconi mun hafa komið til Íslands til að svala forvitni sinni um náttúru landsins en hann var mjög  áhugasamur um að fá að koma hitta nemendur og miðla reynslu sinni. Meðal annars ræddi hann um mynd sína Enemy of the State og á hvaða hátt sú mynd rímar ískyggilega við uppljóstranir Edward Snowden nú á tímum.

Á myndinni má snjá Hilmar Oddson, rektor KVÍ og Hrafnkel Stefánsson, deildarforseta Handrita/Leikstjórn ásamt handritshöfundinum nafntogaða.