Haustönn Kvikmyndaskólans er að hefjast
Undirbúningur komandi annar er í fullum gangi, en skólinn verður settur 22. ágúst næstkomandi. Við skólann starfa 11 fagstjórar sem hafa umsjón með sérlínum innan deildanna. Hlutverk þeirra er samhæfing námskeiða, kennaraval, gæðamat og námsþróun auk kennslu á völdum námskeiðum.
Fagstjórar skólans eru eftirfarandi:
Í deild 1 Leikstjórn/Framleiðsla eru Hlín Jóhannesdóttir yfir framleiðslulínu og Hilmar Oddsson yfir leikstjórnarlínu.
Í deild 2 Skapandi tækni eru Tómas Örn Tómasson yfir kvikmyndatöku, Kjartan Kjartansson hljóði, Davíð Alexander Corno yfir klippingu og Kristján U. Kristjánsson myndbreytingu.
Í deild 3 Handrit/Leikstjórn eru Gunnar Björn Guðmundsson yfir bíómyndahandritagerð, Otto Geir Borg yfir ýmsum tegunum handrita og Hilmar Oddsson á leikstjórnarlínu.
Í deild 4 Leiklist er Rúnar Guðbrandsson yfir leiklistarlínu, Þórey Sigþórsdóttir yfir Leik og rödd, og Kolbrún Anna Björnsdóttir Leik og hreyfingu.
Á hverri önn eru kennd um 120 námskeið, þar af eru um 40 sem eru verkleg framleiðsla á kvikmyndum eða leiksýningum enda er Kvikmyndaskóli Íslands eitt afkastamesta framleiðsluhús landsins. Þetta kallar á góða samhæfingu og skipulag, auk þess sem stöðugt er reynt að þróa og bæta.
Í gær var sameiginlegur fundur fagstjóra, þar sem farið var yfir námskrárbreytingar og ýmsar samhæfingar. Sjá má Böðvar Bjarka Pétursson stjórnarformann skólans ræða við hópinn, en hann kynnti m.a að í sumar var skrifað undir nýjan 5 ára samningi skólans við stjórnvöld.
Góð stemming er í stjórnendahópnum spenningur fyrir komandi önn.