Heimildamynd Stefáns Loftssonar frumsýnd á Dalvík

Stefán Loftsson er umsjónamaður tækjaleigu Kvikmyndaskóla Íslands en eins stór hluti starfsmanna skólans er hann virkur þátttakandi í kvikmyndagerð á Íslandi

Nýlega var frumsýnd mynd sem Stefán gerði ásamt Hauki Sigvaldasyni og Maríu Jónsdóttur. Myndina kölluðu þau Brotið og fór frumsýningin fram á Umfjöllunarefni hennar eru  atburðir sem gerðust þann 9. apríl 1963. Mannskaðaveður gekk yfir Ísland þennan dag og 16 sjómenn fórust, þar af 7 frá Dalvík.

Afi minn og pabbi Hauks, Sigvaldi Stefánsson fórst ásamt bróður sínum í þessu veðri en María  er skólasystir Hauks og er frá Dalvík.  Haukur og María töluðu við mig árið 2012 en þá var planið að láta reisa minnisvarða við höfnina á Dalvík þann 9. apríl 2013. Einnig var María með hugmynd um að gera stutta heimildarmynd um atburðin og var fljótt byrjað að vinna handritið. Þegar við fórum svo að taka viðtölin áttuðum við okkur fljótt á því að við þyrftum að gera efninu betri skil og að lítil stuttmynd væri ekki nóg. Fjórum árum síðar var komin 70 mínútna mynd.

Þetta er fjórða heimildamyndin sem Stefán tekur þátt í að gera.

Ég skaut myndina og klippti hana ásamt því að vinna við handritið og sjá um framleiðslu.  Ég hef áður framleitt og skotið stuttmyndir og auglýsingar og hef ég verið að einbeita mér að því að klára að sýna Brotið áður en að ég dembi mér í næsta verkefni. Það eru nokkrar hugmyndir í gangi en ekkert sem að er komið í framleiðsluferli.

Í myndinni Brotið er fjallað um Dalvíkurbátana sem fórust í áður nefndu óveðri árið 1963.

Það er rætt við menn sem voru á sjó þennan dag sem og þá sem voru í landi að reyna að hafa samband við bátana. Einnig er farið í það hvernig þessir bátar voru búnir, hvaða aðgerðir var farið í til að reyna að aðstoða þá og svo er einnig rætt við ekkju og börn manna sem að fórust.

Myndinni var mjög vel tekið á frumsýningunni á Dalvík.

Fyrst vær ætlunin að sýna hana 3-4 sinnum en sýningarnar urðu 9 talsins og tvisvar þurfti að bæta við stólum svo að mannfjöldinn kæmist fyrir. Það verður svo haldið aftur norður í september og myndin sýnd í Ólafsfirði og hugsanlega víðar á norðurlandi og svo er áætlað að sýna hana hér fyrir sunnan eftir það.

brotid 2

tokur 2

large_brotid