Hinn heimsþekkti leikstjóri Rachid Bouchareb heimsótti Kvikmyndaskólann

Fransk-alsírski leikstjórinn Rachid Bouchareb sem var gestaleiksjóri á Stockfish Kvikmyndahátíðinni á dögunum heimsótti  Kvikmyndaskóla Íslands á meðan á dvöl hans á Íslandi stóð.

Mynd hans “Road to Istanbul” var sýnd á Stockfish kvikmyndahátíðinni en hún kom glóðvolg beint frá heimsfrumsýningu á Berlínarhátíðinni.   Myndir Bouchareb hafa vakið heimsathygli en þær fjalla gjarnan um árekstra menningarheima, í þessu tilfelli austurs og vesturs, og flókin samskipti þeirra.

Segir Sigrún Gylfadóttir verkefnastsjóri hjá Leiklistardeild Kvikmyndaskóla Íslands. Hún bætir við að að Bouchareb hafi  þrisvar verið tilnefndur til Óskarsverlauna fyrir bestu erlendu myndina sem fulltrúi  Alsír.

Leikstjórinn spjallaði við nemendur KVÍ um feril sinn vítt og breitt og svaraði spurningum nemenda og þótti  örlátur í svörum sínum. Þegar þegar hann var spurður um hvað hann gæti ráðlagt ungum upprennandi kvikmyndagerðarmönnum svaraði hann að bragði:

Ef það er eitthvað sem ég gæti ráðlagt ykkur þá er það fyrst og fremst að fylgja hjarta ykkar og finna hvað brennur á ykkur og þið hafið mestu ástríðu fyrir, og látið það vera drifkraftinn í listinni.

2302-02

2302-06

2302-07

2302-12

2302-20

2302-22

2302-27