Hláturinn lengir lífið

Gamanmyndahátíð Flateyrar verður haldin í þriðja sinn, dagana 13-16 september á Flateyri.

Gamanmyndahátíð Flateyrar

 

Á Gamanmyndahátíð Flateyrar er gleðin og húmorinn við völd, þar sem sýndar eru bæði gamlar og nýjar íslenskar gamanmyndir. Á hátíðinni eru sýndar yfir 20 íslenskar gamansamar stuttmyndir, þá mætir heiðursgestur með gamla klassíska gamanmynd, auk þess sem boðið verður upp á gamansama leiksýningu ásamt lokahófi og geggjuðu sveitaballi.

Gamanmyndahátíð Flateyrar

Hátíðin hefur verið vel sótt undanfarin ár en tæplega 700 manns mættu á viðburði hátíðarinnar í fyrra. Keppt er um fyndnustu mynd hátíðarinnar með áhorfendakosningu og hefur kvikmyndaskólamyndum iðulega gengið vel í þeirri kosningu, enda margar frábærar gamanmyndir komið í gegnum skólann undanfarin ár og ekki verður breyting á því í ár.

Enn er hægt að sækja um, með því að senda link á myndina ásamt nafni leikstjóra og framleiðsluári á netfangi ej@glama.is

Gamanmyndahátíð Flateyrar