Hrellir eftir Lovísu Láru sýndur á Winter film awards í New York

Mynd  Lovísu Láru Halldórsdóttir  hefur verið valin til sýningar á Winter Film Awards, FEAR horror competition . Við fengum við kvikmyndagerðarkonuna ungu sem útskrifaðist úr deildinni Handrit/Leikstjórn í Kvikmyndaskóla íslands árið 2014, til að segja okkur lítillega frá verkinu og hátíðinni sem stendur yfir dagana 18.-27. Febrúar.

Hátíðin er mjög spennandi, „up and coming“  enda vann hún nýlega Best of Manhattan award .  Hrellir var ein af 10 hrollvekjum sem voru valdar til sýningar fyrir FEAR horror competition.

Lovísa Lara segir mynd sína vera hrollvekju og leikur Ágústa Evu Erlendsdóttur aðalhlutverkið.

Hrellir, eða Creep eins og hún kallast  fjallar um konu sem vaknar einn morguninn og uppgötvar sér til skelfingar snapchat skilaboð sent til hennar af henni sofandi. Eftir það byrjar hún að taka eftir undalegum hlutum á heimili sínu og finna fyrir óþægilegri nærveru. Í raun er myndin  um heimilisofbeldi og máttleysið sem því fylgir.  Kvikmyndin Hrellir  var partur af skærumynda-prógrammi Klapp kvikmyndagerðar.

Nokkur verkefni voru valin og var þátttakendum í hátíðinni  útveguð tæki  til þess að gera stuttmyndina og veittur stuðningur.

 Mig langaði mikið til þess að gera hrollvekju, þar sem að ég varð fyrst ástfanginn af kvikmyndagerð horfandi á lélegar hryllingsmyndir með systkinum mínum.

Við óskum Lovísu Láru góðs gengis í New York í næsta mánuði og fylgjumst með framahaldinu.

 

Uppfært 17.3.2016.

Fjórar myndir voru tilnefndar til verðlaunanna af þeim tíu sem sýndar voru á hátíðinni og var Hrellir ein þeirra. The Bridge Partner eftir Gabriel Olson hlaut verðlaunin en við óskum Lovísu Láru til hamingju með frábæran árangur.