Útskriftardagur Vor misseris 2021
Í dag útskrifuðust 19 nemendur frá öllum deildum okkar við hátíðlega athöfn.
Eftir það sem verða að teljast einstaklega sérstakar aðstæður í lærdómi, útskrifuðust nú í dag 19 manns frá Kvikmyndaskóla Íslands, eftir 2ja ára nám. Athöfnin var haldin í Laugarásbíó við góða mætingu og augljóst var að sjá að nemendur nutu þessa merka árangurs sem þeir fyllilega hafa unnið fyrir.
Rektor Kvikmyndaskólans, Friðrik Þór Friðriksson, hélt útskriftarræðu og hvatti nemendur til áframhaldandi sköpunar á öllum sviðum.
Eftir afhendingu skírteina fór fram verðlauna afhending, þar sem valdar voru bestu myndir hverrar deildar og svo að lokum veittur "Bjarkinn", verðlaun fyrir bestu mynd útskriftarhópsins.
Besta mynd Leiklistar deildar
"Brestir", eftir Halldóru Harðardóttur frá Leiklist
Lára er einstæð móðir. Hún hittir Guðjón og það er ást við fyrstu sýn. Fyrr en varir fer að bera á ýmsum brestum í þeirra hjónabandi.
Besta mynd Handrita og Leikstjórnar
"Rose", eftir Guðríði Hönnu Sigurðardóttur
Eftir að hafa bælt tilfinningar sínar og vandamál svo árum skiptir, er Rose orðin dofin glansmynd af því sem hún eitt sinn var og hefur misst eiginleikann til að upplifa tilfinningar og vinna úr þeim. En þennan dag finnur Rose lausn við öllum sínum vandamálum á óvæntan hátt og í fyrsta skiptið í langan tíma finnur hún fyrir sannri gleði
Besta mynd Leikstjórnar og Framleiðslu
"Fyrir hönd keisarans" eftir Ingibjörgu Jenný Jóhannesdóttur frá Leikstjórn og Framleiðslu, og Elínu Pálsdóttur frá Handrit og Leikstjórn
Þrír strákar á kynþroska aldri móta hvern annan í látbragði af ást og bræðralagi. Þeir fara í ferðalag sem inniheldur hlátur, grátur og sögur við varðeldinn þar sem yfirvofandi framtíð kemur að þeim eins og hraðakstur
Besta mynd Skapandi Tækni og viðtakandi "Bjarkans" fyrir bestu mynd árgangs
"Berti" eftir Karólínu Bæhrenz Lárudóttur og Snorra Sigbjörn Jónsson frá Skapandi Tækni
Eldri maður hefur einangrað sig í íbúð sinni eftir dauða konu sinnar. Líf hans einkennist af sömu rútínu dag eftir dag. Nokkur ár hafa liðið frá dauða konu hans og hann vill prófa að stíga út fyrir þægindarammann og finna einhvern til að deila lífinu með. Það er einhver innri veggur sem hann þarf að komast í gegnum til þess að geta tekið fyrsta skrefið fram á við. Einn daginn fær hann skilaboð um að halda áfram og fylgja hjartanu.
Leiklist
"Svona er þetta bara" eftir Birtu Rut Tiasha Sigfúsdóttur
Myndin er gamanmynd sem fjallar um stúlku af indverskum uppruna sem er að hitta tengdafjölskyldu sína í fyrsta skiptið. Hægt og rólega kemur í ljós, í gegnum óviðeigandi spurningar, að tengdafjölskyldan er haldin miklum kynþáttafordómum
"Sæludraumur" eftir Birnir Mikael Birnisson
Elías er ungur drengur frá Ólafsfirði sem lifir að mestu leiti mjög eðlilegu lífi. En eftir að hans dimma fortíð nær aftur til hans leiðir það að mjög slæmum afleiðingum
"Glans" eftir Fanney Eddu Felixsdóttur
Parið Klara og Aron koma heim eftir veislu sem var haldin til að fagna sjónvarpsþætti Klöru, en hann er næsta skref hennar í átt að draumnum.
Sambandið er ekki eins og Aron vill hafa það og hann spyr spurningu sem fær sannleikan upp á yfirborðið. Við tekur átakanlegt kvöld…
"Stúlkan í steininum" eftir Stefán Helgason
Ungur borgarpiltur er sendur í sveit til frænda síns. Hann býst við að þetta verður versta sumar lífs síns en allt breytist þegar hann kynnist dularfullri stúlku sem veitir honum nýja sýn á lífið
"Ekki eins og ég var" eftir Huldu Kristínu Kolbrúnardóttur
Laufey hittir óvart gamlan neista og ástin blómstrar á ný, en brátt byrja gamlir draugar að herja á sambandið
Skapandi Tækni
“Djúpskyggni” eftir Pálma Heiðmann Birgisson
Myndin fjallar um mann sem er að syrgja son sinn ári eftir að hann dó. Ungur maður byrjar að leigja neðri hæð af húsi mannsins. Báðir einstaklingar eru að glíma við mikla erfiðleika í lífinu án vitneskju hins aðilans. Eftir góð fyrstu kynni verður samband þeirra stirt og þeir sjá hvorn annan í réttu ljósi
Handrit og Leikstjórn
"Eftirsjón" eftir Björn Rúnarsson
Blind kona fær sjónina í fyrsta sinn, en verður heltekin af eigin ytri fegurð, svo mikið svo að hún missir sjónar á fjölskyldu sinn
"ÚFÓ" eftir Halldór Óla Gunnarsson
Sérkennileg atburðarás fer í gang þegar dularfull vera gengur inn á fáfarinn veitingastað rétt utan við höfuðborgina
"Sá sem fór suður" eftir Steinar Þór Kristinsson
Maður snýr aftur til bernsku heimilis síns í von um að bæta samband sitt við föður sinn
"Dómsdalur" eftir Eyþór Brynjólfsson
Ungur víkingur að nafni Eiríkur, nýtur einfalds lífs síns. En þegar hann kemur heim úr veiðiferð, finnur hann fjölskyldu sína dauða. Ekki veit hann hver myrti þau, en hann veit að hann þarf að finna morðingjann og hefna þeirra.
Leikstjórn og Framleiðsla
"Moldverjaránið" eftir Alexander Þórólfsson
Hópur af kvikmyndaunnendum brjótast inn í Kvikmyndasafn Íslands til að stela þaðan mynd. Myndin að nafni "Cal" er goðsagnakennd meðal hópsins og eru þeir því skyldubundnir til þess að bjarga henni. En það verður ekki auðveld þraut að leysa.
"Snáðun" eftir Magna Rúnar Kristinsson
Gabríel, nýútskrifaður frá Menntaskóla, fer með vini sínum Svenna í partý þar sem hann hittir áhugavert fólk.
"Í skjóli nætur" eftir Marinó Ívarsson
Starfsmaður á bensínstöð fær óvænta fyrirspurn frá stelpu sem biður hann um að fela sig