“Inferno” tekur fyrstu verðlaun á Oniros kvikmyndahátíðinni

Knútur Haukstein Ólafsson útskrifaðist frá Kvikmyndaskólanum með mynd sína “Inferno” árið 2015.

Síðan þá hefur hann hlotið mikla velgengni á mörgum kvikmyndahátíðum og var að bæta við sigurlistann með því að vinna “Best experimental” mynd ársins á Onrios kvikmyndahátíðinni.

Best Experimental

Onrios film festival

Onrios kvikmyndahátíðin er mánaðarleg hátíð sem virkar þannig að þau verk sem vinna verðlaun í hverjum mánuði eiga möguleika á að vera tilnefnd til aðal verðlaunanna eða “Best of Year”, sem eru haldin í Aosta á Ítalíu. Mynd Knúts vann fyrir bestu tilraunakenndu stuttmyndina í febrúar á þessu ári, hlaut svo þann heiður að vera tilnefnd til aðalverðlaunanna fyrir bestu tilraunakenndu stuttmyndina ásamt fjórum öðrum verkum og endaði síðan á því að vinna aðal verðlaunin á hátíðinni. Þess má til gamans geta að þekktir kvikmyndagerðarmenn eins og Paul Sorvino (úr Goodfellas) og David Attenborough hafa unnið mánaðarleg verðlaun á þessari hátíð.

Hér má sjá viðtal við Knút á hátíðinni

Onrios kvikmyndahátíð

Við fengum góðfúslegt leyfi til að leyfa ykkur að njóta myndarinnar ;

“INFERNO” (2015)


Leikstjóri: Kristín Ísabella Karlsdóttir
Aðalhlutverk: Knútur Haukstein Ólafsson og Lára Magnúsdóttir
Handrit: Knútur Haukstein Ólafsson og Kristín Ísabella Karlsdóttir

INFERNO

 

 

 

 

 

 

 

Við óskum Knúti og hans teymi innilega til hamingju með þennan frábæra árangur og fylgjumst spennt með framtíðinni