Íslenskt myndband hlýtur alþjóðleg verðlaun

 

Knútur Haukstein Ólafsson, útskrifaður nemandi frá deild Leiklistar Kvikmyndaskólans, hlaut ásamt snjöllum hópi verðlaun fyrir bestu klippingu á tónlistar myndbandi  á kvikmyndahátíðinni “WideScreen Film & Music Video Festival” í Miami, Flórída í Bandaríkjunum, fyrir tónlistarmyndbandið “Hope” . Hugmyndin á bakvið myndbandið á rætur sínar að rekja til náms hans og fengum við að forvitnast eilítið um það

WideScreen Film & Music Video Festival

Hugmyndin á bak við tónlistarmyndbandið við lagið “Hope” eftir hljómsveitina “Major Pink” kom fram þegar ég var á 2. önn á leiklistardeild Kvikmyndaskólans. Á þessu tímabili var ég að glíma við mikinn einmanaleika, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir sem á endanum leiddu til gerð myndbandsins. Eins furðulegt og það kann að hljóma var kvikmyndin “Taxi Driver” (1976) eftir Martin Scorsese einn helsti innblásturinn fyrir myndbandið. Setning Travis Bickle “I’m God’s lonely man” ómaði stanslaust í hausnum á mér en það kom til mín að snúa línunni við og breyta henni í “I’m God’s lonely woman” en myndbandið fjallar einmitt um einmanna nunnu sem hefur engan til að leita til í aðdraganda heimsendis. Síðar kemur í ljós hver sú ástæða er. Myndbandið fjallar í rauninni um frelsi undan sjálfsköpuðum sársauka. Sem sjálfsmeðvitað dýr er mannskepnan að mörgu leyti geðveik en þessi geðveiki á sér rætur að rekja til alls konar hugsana sem oftar en ekki birtast í formi þjáningar. Myndbandið fjallar um að losa sig við hausinn, rífa af sér hlekkina og fleygja sársaukanum, sem í þessu tilviki birtist í formi nunnubúningsÞess má til gamans geta að myndbandið okkar, sem er ekki með meira en þrjú þúsund áhorf á YouTube og kostaði minna en 15.000 kr. í framkvæmd, sigraði tónlistarmyndband sem hefur tæplega tvö og hálf milljón áhorf á YouTube þegar þetta er skrifað og kostaði alveg pottþétt mun meira en okkar myndband.

WideScreen Film & Music Video Festival

Frækinn hópur stendur á bakvið myndbandið;

"Hope" by Major Pink