Jafnvægi að komast á skólastarf eftir óvenjulegt ár

Takmarkanir síðastliðins árs eru að rýmka með bólusetningu þjóðarinnar og sjáum við fyrir endann á þeim, sem er að sjálfsögðu gleðiefni mikið. Þetta hefur víðtæk áhrif á skólastarfið og svigrúm til að upplifa og njóta eins og áður.

Meðal annars er nú leyfilegt að allt að 300 manns komi saman í leik- og kvikmyndahúsum, sem kemur sér einkar vel þegar nemendur á Leiklist munu setja upp verk í lok næstu viku. Nemendur á annarri önn munu setja upp frumsamið leikrit og nemendur á þriðju önn frumsaminn söngleik. Nánari upplýsingar verða birtar síðar.

Vegna haftanna þá neyddumst við til að færa til útskriftir okkar fram, en við munum þessa önnina útskrifa á nánast réttum tíma, þann 12.júní næstkomandi. Við munum þá einnig opna sýningar, bæði á verkefnum annar og útskriftarmyndum, fyrir almenning að njóta, sem við því miður gátum ekki gert á meðan reglur um samkomubann áttu við. Við munum að sjálfsögðu birta sýningartima og allar upplýsingar þegar nær dregur.

Sjálfsagt er að minnast á að bæði nemendur og starfsfólk skólans hafa sýnt mikla þrautseigju og þolinmæði í erfiðum aðstæum og eiga þau öll lof skilið .

Framtíðin er björt !