Knútur Haukstein og félagar í Flying Bus Productions keppa á netkvikmyndahátíðinni IndieWise

Knútur Haukstein Ólafsson sem útskrifaðist úr leiklistardeild Kvikmyndaskóla Íslands í desember í fyrra hefur rekið framleiðslufyrirtækið Flying Bus Productions en nýlega komust þeir félagar í fyrirtækinu með verkefni sín á á netkvikmyndahátíð sem ber nafnið “IndieWise Virtual Festival” – IndieWise en það er  vettvangur sem gefur kvikmyndagerðarmönnum tækifæri á að fá feedback og gagnrýni frá notendum á netinu.

Um er að ræða stuttmyndina ),  gamanmynd á ítölsku og tónlistarmyndbandið “Sunnvestan Stormur” (Southwest Storm) en verkefnin eru eftir þá sjálfa Flying Bus Productions.

Hátíðin virkar þannig að ef myndband fær fleiri en 5 tilnefningar í einum flokki þá á sama myndbandið möguleika á að fá verðlaun fyrir þann flokk. Því myndum við vera mjög þakklátir fyrir hvern þann stuðning sem við gætum fengið frá ykkur.

Segir Knútur um IndieWise.

Hingað til er “L’ascesa di Lorenzo” búið að fá eina tilnefningu fyrir “Most Entertaining” og “Best Director” og Sunnvestan Stormur er búið að fá eina tilnefningu fyrir “Best Music Video” og “Best Special Effects” þannig að ef fólk vill hjálpa okkur við að geta átt möguleika á að hljóta verðlaun þá megið þið endilega gefa okkur atkvæði í þessum flokkum.

 

Knútur er meðframleiðandi, handritshöfundur og leikstjóri stuttmyndarinnar “L’ascesa di Lorenzo” og  meðframleiðandi og leikstjóri tónlistarmyndbandsins “Sunnvestan Stormur“.

 

Þetta er í rauninni ekkert annað en bara fínt “boost” fyrir sjálfsöryggi okkar sem kvikmyndagerðarmenn. Það sem skiptir mestu máli fyrir okkur er að geta fengið gagnrýni frá öðrum og hlutlaust sjónarhorn. Það er stærsti kostur hátíðarinnar að mínu mati. Það er gott að fá hlutlausa gagnrýni til að geta vitað hvað má gera betur.

 

Knútur er sem stendur við nám í Háskóla Íslands í sálfræði og hefur minni tíma til að sinna kvikmyndaverkefnum en áður.

Öll verkefni sem tengjast kvikmyndagerð eru einfaldlega “on hold” á meðan ég sinni því. Það væru í rauninni ekki nema sumarfríin sem gætu nýst í eitthvað tengt kvikmyndagerð í augnablikinu. En öll þau tækifæri sem munu gefast reynir maður að sjálfsögðu að nýta sér til að skapa eitthvað.

11136491_10206342231458664_1950434506_o