Knútur Haukstein Ólafsson segir okkur frá verkum sínum og fjölbreytni í starfi eftir útskrift úr Kvikmyndaskólanum
Knútur Haukstein er fjölhæfur einstaklingur sem útskrifaðist Leiklistadeild Kvikmyndaskólans. Í gær kom út myndband með hljómsveitinni Major Pink, en þar sá Knútur um leikstjórn og myndatöku og skrifaði handritið ásamt söngvara hljómsveitarinnar, Gunnari Inga Valgeirssyni. Við náðum tali af Knúti og fengum að forvitnast eilítið.
Það sem heillar mig mest við kvikmyndagerð er að þetta er listform sem getur sameinað svo margar listgreinar. Kvikmyndir eru sögur, tónlist, ljósmyndir, ljóð, myndasögur og málverk sameinað undir einn flokk sem nefnist „Kvikmyndir“. Möguleikarnir eru endalausir en þeir eiga það allir sameiginlegt að hægt er að segja sögu með hreyfandi myndum.
Tónlistin heillar greinilega líka og hefur Knúti tekist að sameina þessar ástríður vel.