Kvikmyndaskóli Íslands settur – Nýrri alþjóðlegri deild hleypt af stokkunum

Skólasetning Kvikmyndaskóla Íslands í dag gaf sérstakt tilefni til að fagna því í þetta sinn var alþjóðlegri deild, IFS Icelandic Film School, formlega hleypt af stokkunum.
Rektor skólans, Hilmar Oddson opnaði formlega nám erlendra nema en þeir sem stunda það nám í vetur verða í Deild 3 Handritum/leikstjórn.  Fyrsti bekkur alþjóðlegu deildarinnar er skipaður 6 nemendum frá jafnmörgum löndum  ( Noregi, Svíþjóð, Rússlandi, Indlandi, Bandaríkjunum og Panama) og fjórum heimsálfum.

 

Eins og áður segir var einnig hin hefðbundna skólasetning KVÍ kl. 13 í dag. Glæsilegur hópur 43ja nýnema hefur nám við skólann nú í haust í öllum fjórum deildum.  Skólasetningin var fjölmenn og mikill hugur í mannskapnum Í lok athafnar var tekin venjubundin mynd af nemendum og starfsfólki fyrir utan húsnæði skólans.

hopmynd (2)

8I6A9963

8I6A9974