Kvikmyndaskólinn með vinnustofu í samstarfi við Film and TV School of the Academy of Performing Arts í Prag

Kvikmyndaskóli Íslands í samstarfi við hinn virta Film and TV School of the Academy of Performing Arts í Prag (FAMU) efna til vinnustofu í handritsþróun kvikmynda í fullri lengd dagana 6-10 Júní 2016 fyrir nemendur skólanna.

Vinnustofan ber heitið „Midnight Sun Script Development Workshop“ og auglýst er eftir umsóknum eigi síðar en 18.apríl næstkomandi. Æskilegt sé að verkefnið sem sótt er um sé handrit í fullri lengd, en í undantekninga tilvikum verða stuttmyndir teknar til greina.

Stjórn og umsjón með vinnustofunni munu verða Steven Meyers (KVI) og Pavel Jech (FAMU). Fleiri upplýsingar og umsóknar eyðublað má finna hér að neðan – eða með að hafa samband við Hrafnkell Stéfánsson deildarforseta Handrits -og Leikstjórnardeildar.

Frekari upplýsingar um vinnustofuna er hægt að fá með því að smella hér sem og umsóknareyðublað.