Kvikmyndaskólinn og Eddan 2017
Um síðustu helgi var hátíð kvikmyndagerðarfólks haldin á Hótel Nordica, Eddan 2017 og var þar að vanda mikið um dýrðir. Fólkið í bransanum sem tengist Kvikmyndaskóla Íslands kom ekki tómhent frá hátíðinni en ber þar helst að nefna hinn raunverulega siguvegara hennar, kvikmyndina Hjartastein.
Fjölmargir útskrifaðir nemendur úr KVÍ komu að gerð myndarinnar sem vann til 9 verðlauna á Edduhátíðinni. Vigfús Þormar Gunnarsson var fyrsti aðstorðarleikstjóri og Kristín Lea Sigríðardóttir sá um casting og leikþjálfun en bæði eru þau útskrifaðir leikarar úr Kvikmyndaskólanum. Edda Mackenzie úr Leikstjórn/framleiðslu var framleiðslustjóri, Jón Már Gunnarsson úr Skapandi tækni, starfaði að myndbrellum og Guðjón Hrafn Guðmundsson, einnig úr Skapandi tækni var 2. aðstoðartökumaður. Jón Þór Jónsson var „key grip“ en útskrifuðu leikararnir Ari Birgir Ágústsson, sá um leikmuni og Rebekka Atla Ragnarsdóttir var runner. Arnar Benjamín Kristjánsson sem er útskrifaður nemandi úr Leikstjórn/framleiðslu var location scout og Annetta Ragnarsdóttir sem er útskrifuð úr skólanum úr Handritum/leikstjórn vann við framleiðslu og að lokum aðstoðaði Saga Guðjónsdóttir við veitingar.
Guðmundur Arnar Guðmundsson sem vann verðlaun fyrir bæði leikstjórn og handrit ársins, auk þess að eiga veg og vanda að kvikmynd ársins, Hjartasteini, hefur undanfarin ár verið í mikilvægu hlutverki sem kennari við Kvikmyndaskóla Íslands. Auk hans starfaði við myndana deildarforseti Skapandi tækni, Jörundur Rafn Arnarson sem var brellumeistari hennar.
Af öðrum sigurvegurum Kvikmyndaskólans á Edduhátíðinni skal næst nefna þáttinn Ligeglad, sem Arnór Pálmi Arnarsson, útskrifaður úr Leikstjórn/framleiðslu vorið 2009 leikstýrði, en þátturinn vann titilinn Besta leikið sjónvarpsefni ársins 2017. Einnig vann þátturinn Með okkar augum verðaunin Menningarþáttur ársins en tökumaður og klippari þáttarins er Gunnar B. Gudbjörnsson (Gussi) sem útskrifaðist úr Kvikmyndaskólanum haustið 2008.
Kvikmyndaskólainn sendir öllum tilnefndum sem og verðlaunahöfunum hamingjuóskir með frábæran árangur á Eddunni 2017.