Kvikmyndaskólinn og Hjartasteinn – Margir útskrifaðir nemendur komu að gerð myndarinnar

Kvikmyndin Hjartasteinn eftir Guðmund  Arnar Guðmundsson hefur vakið verðskuldaða athygli bæði hér heima og erlendis síðustu vikur og mánuði.

Guðmundur hefur undanfarin ár verið í mikilvægu hlutverki sem kennari við og ánægjulegt fyrir samstarfsfólk hans í skólanum að fylgjast með velgengni hans.

Einnig störfuðu fjölmargir útskrifaðir nemendur úr KVÍ að gerð myndarinnar Hjartasteinn. Vigfús Þormar Gunnarsson var fyrsti aðstorðarleikstjóri og Kristín Lea Sigríðardóttir sá um casting og leikþjálfun en bæði eru þau útskrifaðir leikarar úr Kvikmyndaskólanum. Edda Mackenzie úr Leikstjórn/framleiðslu  var framleiðslustjóri, Jón Már Gunnarsson úr Skapandi tækni, starfaði að myndbrellum og Guðjón Hrafn Guðmundsson, einnig úr Skapandi tækni var 2. aðstoðartökumaður. var „key grip“ en útskrifuðu leikararnir Ari Birgir Ágústsson, sá um leikmuni og Rebekka Atla Ragnarsdóttir  var runner. sem er útskrifaður nemandi úr Leikstjórn/framleiðslu var location scout og Annetta Ragnarsdóttir sem er útskrifuð úr skólanum úr Handritum/leikstjórn vann við framleiðslu og að lokum aðstoðaði við veitingar.

Ekki má svo gleyma deildarforseta Skapandi tækni en Jörundur Rafn Arnarson var brellumeistari myndarinnar Hjartasteinn. Skólinn óskar þeim öllum til hamingju með stórkostlega mynd og frábærlega unnin störf.