Kvikmyndaskólinn setur mark sitt á íslenska kvikmyndagerð
Kvikmyndaskólinn reynir að fylgjast vel með afrekum og árangri nemenda sinna. Af nógu er að taka því varla finnst það tökulið í bíómyndum, sjónvarpsseríum, auglýsingum eða í erlendum kvikmyndaverkefnum hér á landi, að þar á meðal séu ekki einhverjir útskrifaðir frá Kvikmyndaskóla Íslands. Hér er upptalning á nokkrum þeirra viðurkenninga sem nemendur núverandi og útskrifaðir hafa öðlast síðustu mánuði :
– Útskriftarmyndin 3 Menn eftir Emil Alfreð Emilsson var í 14.sæti í keppni CILECT (150 bestu kvikmyndaskólar í heiminum) og efst Norðurlandaskólanna. (Tveimur sætum ofar en hinn virti danski kvikmyndaskóli t.d.)
– Anna Karín Lárusdóttir vann stuttmyndakeppnina Stockfish með 3.annar mynd sína úr Kvikmyndaskólanum XY
– Netflix keypti sýningarréttinn á Valhalla Murders. Leikstjóri þáttanna og hugmyndasmiður er Þórður Pálsson, útskrifaður nemandi Kvikmyndaskólans.
– Útskrifaðir nemendur gegna ýmsum stöðum í Hvítur Hvítur Dagur þar á meðal í tæknibrellum, leikmunadeild, hljóðdeild, kvikmyndatökudeild, sáu um tökustaði og framleiðsludeild
– 3 nemendur fengu hlutverk í nýjustu mynd Rúnars Rúnarssonar Bergmál í gegnum áfanga á lokaönn sinni í skólanum. Vigfús Þormar útskrifaður af leiklist sér um leikaraval.
– Myndin Umskipti leikstýrt m.a af Sesselíu Ólafsdóttur útskrifaðri frá KVÍ. var valinn á Nordisk Panorama 2019. Margir útskrifaðir nemendur komu að ýmsum stöðum í myndinni.
– Útskriftarmynd Miu Ingunnar BlöndalFyrirgefðuFyrirgefðu, úr Leiklist KVÍ, hefur ferðast á yfir 20 hátíðir og unnið til verðlauna á mörgum þeirra.
– Bíómyndin Eden sem var frumsýnd í maí, er skrifuð og leikstýrt af Snævari Sölva útskrifuðum nemanda. Kvikmyndataka og klipping var í höndum Loga Ingimarsonar og framleidd af Guðbjörgu Sigurðardóttur bæði útskrifuð frá skólanum.
– Auður B. Snorradóttir útskrifuð úr Leiklist KVÍ, var tilnefnd til Grímuverðlauna 2019 fyrir dans- sviðhreyfingar ársins.
– Heimildarmyndin Raise the bar eftir fyrrum nemanda Jonna Ragnarsson og myndin The Farmer and the Factory eftir Barða Guðmundsson voru valdar í Nordisk Panorama Impact Workshop. Þetta eru 2 af 5 myndum sem voru valdar frá Íslandi.
–Jói Björnsson útskrifaður nemandi framleiddi þættina Flórída Fanginn.
– 2 heimildarmyndir sem unnar voru í skólanum tóku þátt í Skjaldborgarhátíðinni: Öll nótt úti – Framleiðandi Haraldur Hrafn Thorlacius og Skotspónn Hugans eftir Þórð Tryggvason
Ólöf Birna Torfadóttir, útskrifuð úr Handrit/Leikstjórn KVÍ, tekur upp sína fyrstu mynd í fullri lengd í sumar Hvernig á að vera Klassa Drusla. Með henni var úrvalslið útskrifaðra nemenda.
Vala Ómarsdóttir útskrifuð úr Handrit/Leikstjórn hefur farið með mynd sína Ég á kvikmyndahátíðir víðsvegar um heiminn.
– Mynd Erlends Sveinssonar sem útskrifaður er af Leikstjórn Framleiðslu, Kanarí var valinn „staff pick of the month” á vimeo.
Kvikmyndaskólinn er mjög stoltur af öllum þeim sem hér eru nefndir og óskar þeim velfarnaðar. Áréttað er að hér er einungis um sýnishorn að ræða og allir aðrir sem ekki eru nefndir fá einnig hvatningakveðjur.
Þeir sem vilja kynna sér nánar þátttöku KVÍ menntaðra í íslenkum kvikmyndaiðnaði er bent á skýrsluna Blómstrandi kvikmyndaiðnaður sem kom út síðastliðið haust. Hún fjallaði um þátttöku útskrifaðra í íslenskri bíómyndaframleiðslu.