Kynnum fleiri fagstjóra sem hefja störf hjá Kvikmyndaskólanum þetta haustið

Starfsfólk Kvikmyndaskólans

Gengið hefur verið frá ráðningu tveggja fagstjóra í leiklistardeildina til viðbótar við hana Þórey Sigurþórsdóttur sem áður hefur verið kynnt.

Með ánægju getum tilkynnt að Rúnar Guðbrandsson verður fagstjóri Leiklistarlínunnar og Kolbrún Anna Björnsdóttir verður fagstjóri Leikur & Hreyfing línunnar.

Yfir fagstjórum er námsstjóri Hrafnkell Stefánsson, sem var deildarforseti Handrits/Leikstjórnar 2011-2017. Hann mun bera ábyrgð á stundarskrárgerð og samhæfingu fagstjórnar, kennsluáætlana og hefur umsjón með innri vef.

Annað starfsfólk skólans verður svo á sínum stað. Sigurður Kristján Jensson er tæknistjóri, yfirmaður tækjaleigu skólans og stendur vörð um tækjakost hans. Stefán Loftsson umsjónarmaður tækjaleigu sér um daglegan rekstur hennar. Sigrún Gylfadóttir, Framleiðslu og verkefnastjóri, sér um kynningarmál og er tengiliður útskrifaða nemanda við kvikmyndahátíðir og framleiðslufyrirtæki. Ágústa Margrét Jóhannes er yfirmaður kjarna og skipuleggur kennslu í grunngreinum kvikmyndagerðar fyrir nemendur allra deilda. Ólöf Ása Böðvarsdóttir, ritari og gjaldkeri, sér um almenn skrifstofustörf, reikningshald og skráningu nemanda. Henrik Knudsen, húsvörður, sér um daglegan rekstur og viðhald á húsnæði skólans. Og síðast en ekki síst, Inga Rut Sigurðardóttir, námsráðgjafi og kennslustjóri sem hefur umsjón með kennslumati, námsráðgjöf og alhliða stuðning við nemendur skólans.