Leiklistarnemar á söngtónleikum þóttu fara á kostum

Leikarar á 3. önn í leiklistardeild Þóttu fara á kostum á lokasöngtónleikum deildarinnar sem haldnir voru í Iðnó 6. desember síðastliðin.

Leiðbeinendur voru þær Þórunn Erna Clausen og Arna Rún Ómarsdóttir en þær hafa kennt nemendum Complete vocal söngtækni undanfarin misseri. Undirleikarar voru þeir félagar Pálmi Sigurhjartar á píanó og Helgi Reyni Jónsson á gítar.

Nemendur á 3.önn eru þau Birgir Egilsson, Bjartmar Einarsson, Guðjón Daníel Jónsson,Guðmundur Snorri Sigurðsson, Kristján Darri Jóhannsson,Trausti Örn Þórðarson og síðast en ekki síst hin frábæra söngkona Ylfa Marín Haraldsdóttir sem fór á kostum á tónleikunum með sína engilfögru rödd.

Leikhópurinn naut sín svo sannarlega á þessum lokatónleikum KVÍ á aðvent eins og myndirnar bera með sér.

IMG_3918

IMG_3939

IMG_4111

IMG_4225

IMG_4058