Magnús Thoroddsen Ívarsson með nýja mynd – “Starfsfólk KVÍ á mikið kredit skilið”
Kvikmynd Magnúsar Thoroddsen Ívarssonar, Webcam sem kom út síðasta sumar fékk lofsamlega dóma og vakti verðskuldaða athygli.
Magnús hefur nú lokið tökum á nýrri kvikmynd og fengum við hann til að setja frá þessu nýja verkefni sínu útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands fyrir tæpum tveimur árum.
„Snjór og Salóme“ fjallar um unga konu, Salóme, sem hefur átt í on/off sambandi við besta vin sinn og langverandi leigufélaga Hrafn. Allt breytist þegar Hrafn barnar aðra dömu, Ríkey og hún flytur inn. Um er að ræða rómantíska gamanmynd.
Segir Magnús brosandi og bæti við að margir félaga hans úr Webcam komi að gerð myndarinnar „Snjór og Salome“.
Það er sami kjarni en það bættist vel utan á hann líka. Ég og Telma Huld Jóhannesdóttir framleiddum saman þar sem það voru fleiri leikarar og meira af öllu eiginlega. Nú var hljóðmaður, Magnús Hrafn Hafliðason og um förðun sá Arna Sirrý Benediksdótti allan tímann ásamt Jelena Schally sem sá um leikmyndagerð og ljósamanni, Hauki Karlsyni. Við fórum því úr þriggja manna crewi í 6-8 manna kjarna crew. Kvikmyndaskólinn spilaði líka stórt hlutverk þar sem þrír nemendur, Tjörvi Lederer, Birta Rán Björgvinsdóttir og Ísak Þór Ragnarsson komu sem aðstoðarmenn þegar mest reyndi á. Þau og Katrín Bjarkardóttir tengiliður okkar hjá skólanum eiga mikið credit skilið.
Ætlunin er að frumsýna „Snjó og Salóme“ í Október.
Hún verður sýnd í Senubíóunum en Toni (Sigurður Anton Friðjónsson) vinnur nú hörðum höndum að klippinu sjálfur.
Magnús er jafnframt kominn af stað í annað verkefni
Það er að hefjast framleiðsla á nýrri mynd. Þangað til sú framleiðsla er farin almennilega á stað er lítið hægt að segja um hana en það er stefnt á aðrar upptökur í sumar og þangað til er bara shoutout á alla í kvikmyndaskólanum!